Basar MS-Setursins

13.11.2018 Ingibjörg Ólafsdóttir Laugardaginn 17. nóvember verður opið hús og Basar í MS Setrinu, Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík. Þar verða boðnir til sölu fallegir munir sem unnir eru á vinnustofunni. Meðal þeirra muna sem verða seldir eru keramik, prjónavörur, glermunir, kerti, skart, viðarvörur og grjóna-hitapokar, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verður boðið upp á heitt súkkulaði og rjómavöfflu á …

Jólaball MS-félagsins

Hó-hó-hó – það eru að koma jól…. Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 9. desember n.k. kl. 13 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 12:30.

Sölustaðir jólakortsins 2017

Eins og mörg undanfarin ár mun MS-félag Íslands selja jólakort til styrktar starfsemi sinni. Í ár er á kortunum einstaklega falleg mynd, “Tveir þrestir”, sem listakonan Edda Heiðrún Backman gaf félaginu fyrir andlát sitt. Sex kort eru saman í fallegri pakkningu á 1.000 kr.

MS-lyfið Ocrevus fær jákvæða umsögn CHMP

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf sem ætluð eru fólki (CHMP) hefur gefið MS-lyfinu Ocrevus jákvæða umsögn um notkun lyfsins fyrir einstaklinga sem eru með virkan MS-sjúkdóm í köstum (RRMS) og fyrir einstaklinga sem upplifa stöðuga versnun einkenna án MS-kasta (PPMS).