MS-félag Íslands óskar félagsmönnum, vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með bestu þökkum fyrir stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
Skrifstofa MS-félagsins að Sléttuvegi 5 í Reykjavík verður lokuð yfir hátíðarnar, eða frá og með 23. desember til 3. janúar (báðir dagar meðtaldir).
Kærkominn styrkur frá Góða hirðinum
Jólastyrkveiting Góða hirðisins fór fram þann 19. desember í versluninni, Fellsmúla 28 og hlaut MS-félag Íslands styrk að fjárhæð kr. 750.000, en samtals var 18,5 milljónum úthlutað til 22 verkefna.
FRÁBÆR JÓLAGJÖF FRÁ ELKO
ELKO styrkir góðgerðarsamtök í aðdraganda jólanna. MS-félagið fékk afhenta afar rausnarlega tækjagjöf í morgun frá fyrirtækinu.
HELGI SELJAN LÁTINN
Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður og heiðursfélagi MS-félagsins, er látinn, 85 ára að aldri.
Styrkur til félagsins
Kvenfélag Garðabæjar veitti MS-félaginu rausnarlegan styrk á árlegum jólafundi sínum þann 3. desember s.l.
Lausn krossgátu og vinningshafi
Dregið hefur verið úr innsendum réttum lausnum krossgátu í 2. tbl. MS-blaðsins 2019.
Lausnarorðið er “JAFNVÆGI”
Ein æfing á dag kemur jólaskapinu í lag – Desember
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
Námskeið fyrir nýgreinda hefst þriðjudaginn 8. janúar
Námskeið fyrir einstaklinga, nýgreinda með MS, hefst 8. janúar, ef næg þátttaka næst.
Borðalmanökin búin á skrifstofunni – átt þú eitt ógreitt?
Á undaförnum vikum hefur staðið yfir fjáröflun til styrktar starfsemi félagsins þar sem úthringifyrirtæki hefur hringt fyrir okkar hönd og óskað eftir framlagi gegn fallegu borðalmanaki 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Bachman.
MS-félagið hlýtur Hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrir fræðslubæklinga sína
Í gær, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, tóku Bergþóra Bergsdóttir fræðslufulltrúi og Ingdís Líndal framvæmdastjóri, fyrir hönd MS-félagsins, á móti Hvatningarverðlaunum ÖBÍ fyrir gerð fræðslubæklinga um MS-sjúkdóminn sem gefnir voru út vorið 2017.










