Íbúðin á Sléttuvegi 9 ekki lengur til útleigu

MS-félagið hefur sl. 18 ár leigt af Brynju, Hússjóði ÖBÍ, íbúð að Sléttuvegi 9 til skammtímaútleigu fyrir félagsmenn. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá ákvörðun að segja íbúðinni upp frá og með mánaðarmótum febrúar-mars.

Makanámskeið

Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst fimmtudaginn 8. mars næstkomandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu.

Uppsögn rammasamnings SÍ við sjúkraþjálfara frestað

Í síðustu viku tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) að stofnunin hefði ákveðið að segja upp rammasamningi við sjúkraþjálfara, sem kveður á um greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði einstaklinga vegna sjúkraþjálfunar, gerði heilbrigðisráðherra ekki athugasemd við uppsögnina.

Áskorun MS-félagsins til heilbrigðisráðherra

MS-félag Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að hafna þeirri fyrirætlan Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að segja upp núgildandi rammasamningi við sjúkraþjálfara fyrir lok mánaðarins, með sex mánaða fyrirvara, geri ráðherra ekki athugasemdir

Mikið fjör og gaman í styrktarþjálfun

Hann var hress MS-hópurinn sem mætti í fullum öskudagsskrúða í þjálfun hjá Styrk í gær. Að sjálfsögðu var þó ekki slegið slöku við æfingarnar þó búningarnir flæktust fyrir hjá sumum og þyngdu aðeins æfingarnar.

Þvagfærasýking – einkenni og ráð

Þvagfærasýking er nokkuð algeng meðal einstaklinga með MS. Mikilvægt er að vera á verði gagnvart einkennum þvagfærasýkingar því hún getur aukið á MS-einkenni og líkst MS-kasti.

Námskeið fyrir nýgreinda

Mánudaginn 12. febrúar hefst námskeið fyrir MS-fólk með tiltölulega nýja greiningu (6 mán. til 3 ár) og byggist á fræðslu og umræðum. Markmiðið með námskeiðinu er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum með sjúkdóminn og fái stuðning.

Þvagblöðruvandamál – hvað er til ráða?

Allt að 75% einstaklinga með MS, bæði konur og karlar, eiga í einhvers konar vandræðum með tæmingu þvagblöðrunnar. Ástæðan er truflun á taugaboðum. Einkennandi fyrir MS er að fólki verður „brátt“ og á af þeim sökum á hættu að ná ekki á salerni og missa þar með þvag.

UPPTAKA FRÁ NETÚTSENDINGU PMSA FRÁ 13. FEBRÚAR

Fyrr í mánuðinum var bein netútsending frá fundi á vegum PMSA (Progressive MS Alliance) um stöðu á rannsóknum í meðferð við versnunarformi MS (progressive MS). Nú er hægt að hlusta á upptöku frá fundinum á ensku hér…