Hópatímar hjá Styrk, sjúkraþjálfun

Rannsóknir hafa sýnt að reglulegar og hófstilltar æfingar séu okkur, fólki með MS, mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Við vitum þetta flest. En það er hins vegar eitt að ætla sér og langa til en annað að framkvæma og fylgja eftir fögrum fyrirheitum.

Til hlaupara MS-félagsins og stuðningsmanna

Hlaupurum MS-félagsins er boðið að koma á skrifstofu MS-félagsins til að fá frá félaginu, sem takk fyrir þátttökuna, merki félagsins, sem hægt er að næla í hlaupafötin, buff og armband.

Ný söluvara: húfur og fjölnota pokar

Nú er hægt að kaupa fallegar húfur og hentuga fjölnota poka til styrktar MS-félaginu. Hægt er að fá vörurnar sendar með pósti eða nálgast þær á skrifstofu félagsins.

Makanámskeið

Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst miðvikudaginn 6. september næstkomandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu.

Námskeið fyrir nýgreinda

Námskeið fyrir nýgreinda einstaklinga með MS (6 mán. til 3 ár frá greiningu) hefst mánudaginn 25. september.

„CRISPR“ – spennandi eða óhugnanleg tækni?

Í sjónvarpi RÚV 15. ágúst sl. var á dagská heimildarþáttur BBC um CRISPR, vísindalega uppgötvun sem gæti breytt lífi allra og alls hér á jörðinni. Um er að ræða framför í erfðabreytingatækni.