Rannsóknir hafa sýnt að reglulegar og hófstilltar æfingar séu okkur, fólki með MS, mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Við vitum þetta flest. En það er hins vegar eitt að ætla sér og langa til en annað að framkvæma og fylgja eftir fögrum fyrirheitum.
Til hlaupara MS-félagsins og stuðningsmanna
Hlaupurum MS-félagsins er boðið að koma á skrifstofu MS-félagsins til að fá frá félaginu, sem takk fyrir þátttökuna, merki félagsins, sem hægt er að næla í hlaupafötin, buff og armband.
Ný söluvara: húfur og fjölnota pokar
Nú er hægt að kaupa fallegar húfur og hentuga fjölnota poka til styrktar MS-félaginu. Hægt er að fá vörurnar sendar með pósti eða nálgast þær á skrifstofu félagsins.
Skráning hafin á ráðstefnu um MS 20. september n.k.
MS-félagið fagnar 50 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og í afmælisveislu að ráðstefnu lokinni. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sem allra fyrst.
Hálfur mánuður í Reyjavíkurmaraþonið. Skráning og áheitasöfnun í fullum gangi.
Í dag hafa 45 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og hafa 12 einstaklingar nú þegar safnað 116.000 kr. Takk fyrir það 🙂
Styrktarþjálfun verndar taugakerfið og hamlar þróun MS
Ný dönsk rannsókn bendir til þess að styrktarþjálfun, að minnsta kosti tvisvar í viku, geti haft taugaverndandi áhrif og þar af leiðandi hamlað þróun sjúkdómsins.
Makanámskeið
Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst miðvikudaginn 6. september næstkomandi. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu.
Námskeið fyrir nýgreinda
Námskeið fyrir nýgreinda einstaklinga með MS (6 mán. til 3 ár frá greiningu) hefst mánudaginn 25. september.
Reykjavíkurmaraþon – ríflega 3.4 milljónir söfnuðust!
Um helgina fór fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Óhætt er að segja að þátttaka hafi verið afar góð í ár, en ríflega 100 einstaklingar hlupu fyrir félagið, þar á meðal fjórir hlaupahópar.
„CRISPR“ – spennandi eða óhugnanleg tækni?
Í sjónvarpi RÚV 15. ágúst sl. var á dagská heimildarþáttur BBC um CRISPR, vísindalega uppgötvun sem gæti breytt lífi allra og alls hér á jörðinni. Um er að ræða framför í erfðabreytingatækni.










